Sunday bloody sunday

Jæja, þá er kominn sunnudagur og ég í fríi. Djöfullega gott. Happy  Horfði á fréttirnar þar sem fyrirtækið 2B vann meiðyrðamál gegn einhverjum nobody sem tjáði sig í fréttunum. Fyrir þá sem vita það ekki þá er 2B fyrirtækið sem leigði m.a. Suðurverk hf Pólverja í vinnu. 2B á að hafa hlunnfarið Pólverjana algerlega, ekki borgað þeim sómasamleg laun og þar eftir götunum. Eigendur 2B eiga líka að hafa sagt verkstjóra Suðurverks að hann mætti ganga í skrokk á umræddum Pólverjum. Nú var þessi nobody, sem ég man nú ekki hvað heitir í augnablikinu, dæmdur til að greiða 2B X upphæð fyrir að hafa sagt þetta í sjónvarpi. Ég sem fyrrverandi innanhúsmaður hjá Suðurverk get nú sko tjáð mig um þetta mál. Ég varð nú sjálfur aldrei vitni að neinu af þessu en allt það sem umræddur nobody sagði, heyrði ég frá fyrrverandi starfsmönnum 2B og ýmsum mönnum hjá Suðurverk sem sjálfir urðu vitni að þessum vinnubrögðum 2B. Vel má vera að yfirmenn 2B hafi af kunnáttu- og getuleysi klúðrað bókhaldi og útreikningum á launum starfsmanna sinna. En ef svo er ætti að svipta þessum manneskjum rekstrarleyfi. Að svona aðilar, sem hafa enga getu til þess, skuli geta haft fleiri tug starfsmanna á sinni könnu nær engri átt. Að menn geti í mannvonsku notfært sér duglega menn til eigin græðgi er svo allt annað og alvarlegra mál. Enn alvarlegra er þegar menn segja: "Þetta er allt í lagi, þetta er bara Pólverjar." Ég var að vinna með þessum mönnum, bjó meira að segja í sama húsi og þeir og ég get sko sagt ykkur að þetta eru alveg jafn góðir, ef ekki betri menn en við. Samt fá drullusokkar að hlunnfara þessa menn, bara út af því að þeir eru af öðru þjóðerni en við. Mér býður við þessu máli. Þetta er hreint út sagt algerlega ógeðfellt. Að menn, sem hafa innsæi inn í svona mál, skuli ekki geta tjáð sig um svona mál, sannar bara eitt. Það er ekki lengur talfrelsi á Íslandi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Böðvar Einarsson

Þetta eru bara pjúra mannréttindabrot. Var þetta fyrirtæki ekki annars dæmt til að greiða einvherjum 12 pólverjum vangoldin laun upp á einhver hundruð þúsund fyrir stuttu í hérðasdómi í Austurlandi?

Böðvar Einarsson, 19.3.2007 kl. 16:46

2 Smámynd: Gísli Einar Ragnarsson

Einmitt. Ég held að málið er að hann hafi sagt að þetta væru "skipulögð glæpastarfsemi". Ég finn í rauninni enga orðasamsetningu sem lýsir þessu betur.

Gísli Einar Ragnarsson, 19.3.2007 kl. 20:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband