Allt að gerast!

Nú er sannarlega kominn tími á að henda inn nýju bloggi. Tölvan löngu komin úr viðgerð og mikið magn vatns runnið til sjávar síðan síðasta færsla var skrifuð. Til dæmis eru bæði Hafþór og Böðvar búnir að eiga afmæli og óska ég þeim hjartanlega til hamingju. Skólinn búinn og ég á bara eftir 2 próf á mánudag.

Ég fer ekki til Costa del Sol. Hætti við það og ákvað að skella mér aftur á Roskilde festival. Svolleiðis að það er veiðiferð um helgina, hlakka mikið til. Tókst meira að segja að draga hann Ingvar Örn með. Við verðum örugglega eitthvað skrautlegir þarna.

Síðan er ég byrjaður í nýju vinnunni. Verkstjóri og alles. Er búinn að eyða síðustu dögunum í að undirbúa sumrið, yfirfara tækjaflotann, skipuleggja crewið og gera nauðsynlegar breytingar. Þetta verður snilld.

Cya


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: mojo-jojo

Fínasta veiðiferð, en það er hægara en sagt að nenna að blogga reglulega, miklu skemmtilegra að lesa frekar en að skrifa

mojo-jojo, 17.5.2007 kl. 20:26

2 identicon

frekar sammála.

Gísli (IP-tala skráð) 19.5.2007 kl. 09:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband