Ha?

Var að kíkja á bloggið hans Björns Inga. Daði Már var að básúna auglýsingu um hana á síðunni sinni. "Steingrímur J. [hefur] hefnt fyrir það að bjórinn var leyfður hér á landi á sínum tíma." And so on. Það að fullorðinn maður sem er þar að auki mjög sýnilegur meðlimur af þekktu stjórnmálaafli og borgarfulltrúi í stjórn höfuðborgar Íslands, skuli láta svona rugl út úr sér er auðvitað bara hneysa. Ég ætla ekki að kalla þetta "HRÆÐSLUÁRÓÐUR." Ég ætla ekki að kalla þetta "ÓMÁLEFNALEGA ÚTÚRSNÚNINGA." Ég ætla að kalla þetta barnalegt. Barnalegur. Lýsir Björn Inga sem persónu og pólítíkus mjög vel. Ef hann ætlar að fara fram á greiðari aðgang að áfengum drykkjum, tel ég hann vera á heimavelli. Björn Ingi hellir unglinga fulla í kosningapartíi. Man einhver eftir því? Hmmm. Ég persónulega væri verulega til í að geta keypt hvítvínið mitt út í Bónus. En ég var víst ekki að tala um það, ég var að tala um Björn Inga. Nenni eiginlega ekki að eyða fleiri orðum á hann. Hann er svo rosalega lélegur pappír.

Böðvar erkisnillingur var eitthvað að tala um Bandarísk taumhöld í Mið-austurlöndum um daginn. Að þeir væru með puttana í öllu and whatnot. Að Bandarísk olíufyrirtæki kaupi vinnslurétt af Saudi fjölskyldunni, sem eyðir mestöllum peningnum í útlendar lúxusvörur meðan sauðsvartur almúginn lepur dauðann úr skel (varð að fá að nota þessa úturnauðguðu viðlíkingu a.m.k einu sinni Wink). McDonalds eyðir regnskógunum Brasilíu til þess að fá aukið beitarland fyrir beljurnar sínar. Coca Cola kaupir ferskvatnsból í 3. heimslöndum og tífaldar verð drykkjarvatns í kringum verksmiðjurnar sínar. Kaninn verður að fá Kók með quarter-poundernum. Nike býður út framleiðslu á vörunum sínum og verksmiðjur sem stunda barnaþrælkun fá samningana. Kaninn verður að fá sína Air Jordan's. Shell Oil inc. Grefur upp 16.000 hektara skóg í Kanada til að vinna olíu úr jarðveginum. Sérfræðingar er ekki vissir um að neitt eigi eftir að vaxa þar aftur. A.m.k ekki næstu 100.000 árin. Kaninn verður að fá bensín á Pontiac Grand Prixinn sinn. Æj Æj. Skaut ég mig í fótinn þarna? Málið er, að við verðum að fara að pæla aðeins í heiminum í kringum okkur. Hvað kostar það okkur mikið að tékka á því hvort fötin sem við erum í, séu ekki framleidd af krökkum sem ættu að vera að ljúka leikskóla? Hvað kostar það okkur mikið að tékka á því hvort efnið í steikarpönnunni okkar hafi ekki skilað af sér svo mikið af úrgangsefnum að rúmmetri af jarðvegi í Jamaica sé um alla framtíð óræktanlegur. Veist þú hvar bolurinn þinn er framleiddur?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Daði Már Sigurðsson

En fokk væri það nice að geta skroppið í 10-11 og gripið með sér eina kippu...

Annars vill frjálslyndi flokkurinn fara að leyfa heimabrugg, gera það löglegt. Maður getur farið að brugga Daðabjór ef þeir komast í stjórn...annars held ég að það yrði frekar vondur bjór. 

Daði Már Sigurðsson, 21.3.2007 kl. 15:39

2 Smámynd: Gísli Einar Ragnarsson

Ert þú bara með bjór á heilanum? Mér heyrist við þurfa að fara að taka eina góða veiðiferð bráðum, annars springurðu hreinlega.

Gísli Einar Ragnarsson, 21.3.2007 kl. 18:13

3 Smámynd: Daði Már Sigurðsson

Já þetta snýst allt um búsið...

...og veiðiferðin í ár verður vonandi jafn góð og í fyrra! 

En varstu búinn að selja Pontiacinn þinn? 

Daði Már Sigurðsson, 21.3.2007 kl. 19:50

4 Smámynd: Gísli Einar Ragnarsson

Nei nei. Viltu kaupann?

Gísli Einar Ragnarsson, 22.3.2007 kl. 12:45

5 Smámynd: Daði Már Sigurðsson

Nei nei ég er góður...

Hvernig bíl á að fá sér í staðinn? Einhvern vistvænan? 

Daði Már Sigurðsson, 22.3.2007 kl. 19:00

6 Smámynd: Böðvar Einarsson

Framsókn er í tómu bulli, eins og með þetta auðlindarákvæði í stjórnaskránni..  En yrði sérstök víndeild í búðunum og sér kassi, eða verða 14 ára krakkar að afgreiða, því ef svo yrði held ég að ansi yrði nú slakað á aldurstakmarkinu.

Böðvar Einarsson, 22.3.2007 kl. 19:14

7 Smámynd: Gísli Einar Ragnarsson

Ætli þetta verði ekki eins og með sígaretturnar. Þú verður að vera orðinn átján til að afgreiða. Eins langt og það nær.  Ætli ég kaupi mér ekki bara nýtt hjól eða eitthvað. Gamli DBSinn er orðinn soldið lúinn.

Gísli Einar Ragnarsson, 22.3.2007 kl. 23:32

8 Smámynd: Daði Már Sigurðsson

Yrðir örugglega bara að vera orðinn 18 til að afgreiða, alveg eins og á skemmtistöðunum. Mátt afgreiða áfengi, en ekki kaupa það sjálfur...

En ef að áfengið færi í verslanir, yrði það samt ekki alveg jafn dýrt? 

Daði Már Sigurðsson, 23.3.2007 kl. 12:23

9 Smámynd: Gísli Einar Ragnarsson

Nei nei. Samkeppni Daði minn. Hélt að svona blámaður eins og þú værir með það á tæru.

Gísli Einar Ragnarsson, 23.3.2007 kl. 23:07

10 Smámynd: Daði Már Sigurðsson

Var meira að spá hvort að áfengisskatturinn svokallaði yrði ekki sá sami...

Það kæmi örugglega gulur Bónusbjór á 29 kr stykkið

Daði Már Sigurðsson, 24.3.2007 kl. 10:36

11 identicon

Það sem mundi líka breytast væri að t.d. Bónus fer að stjórna því frekar hvað við drekkum ef léttvín og bjór fer í verslanir. Þeir sjá um samninga við fyrirtæki og kaupa mikið magn af vörunni og selja það ódýrara þó svo að áfengisskattur lækki ekki. Líklegt að ákveðnar tegundir af léttvíni og bjór muni lækka eitthvað í verði og því gæti verið að bónus-viking gæti verið næsta trend eins uncool og það hljómar.. Svo þegar maður ætlar að kaupa sér bjór í framtíðinni þarf maður ekki lengur að staldra við og velja sér góða tegund heldur mun Bónus ákveða það fyrir þig.

en já gott blogg og til hamingju með það!

Kristinn Þór Valtýsson (IP-tala skráð) 27.3.2007 kl. 13:16

12 Smámynd: Gísli Einar Ragnarsson

Takk Kiddi.

Gísli Einar Ragnarsson, 30.3.2007 kl. 00:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband