Færsluflokkur: Bloggar
10.5.2007 | 19:55
Allt að gerast!
Nú er sannarlega kominn tími á að henda inn nýju bloggi. Tölvan löngu komin úr viðgerð og mikið magn vatns runnið til sjávar síðan síðasta færsla var skrifuð. Til dæmis eru bæði Hafþór og Böðvar búnir að eiga afmæli og óska ég þeim hjartanlega til hamingju. Skólinn búinn og ég á bara eftir 2 próf á mánudag.
Ég fer ekki til Costa del Sol. Hætti við það og ákvað að skella mér aftur á Roskilde festival. Svolleiðis að það er veiðiferð um helgina, hlakka mikið til. Tókst meira að segja að draga hann Ingvar Örn með. Við verðum örugglega eitthvað skrautlegir þarna.
Síðan er ég byrjaður í nýju vinnunni. Verkstjóri og alles. Er búinn að eyða síðustu dögunum í að undirbúa sumrið, yfirfara tækjaflotann, skipuleggja crewið og gera nauðsynlegar breytingar. Þetta verður snilld.
Cya
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.4.2007 | 21:43
Costa del sol?
Jæja. Núna er einn vitleysingurinn að reyna að fá mig með til Costa del Sol. 10. Maí. Er það ekki bara rugl? Nógu ruglað til þess að ég nenni að skella mér . Panta þessa helvítis ferð á morgun. Þá e það bara Strönd Sólarinnar eftir 3 vikur. Get þá ekki farið í veiðiferð með strákunum og haldið upp á afmælið hans Hafþórs, en ég kaupi bara feitan vindil handa kvikindinu. Svo er málið með monning. ég er ekkert að kippa mér upp við svolleiðis smámuni. Þetta fer bara á gullkortið maður. Er ekki kominn tími á popp og kók? Verð þá eiginlega að sleppa því að fara á árshátíð hjá bleika svíninu, en það kemur hvort sem er enginn af strákunum, svo það verður bara boring. Svo er það bara Roskilde í Júlí. Bið bara um að það spái úrhellis rigningu á klakanum á meðan. Þá verður ekkert slegið.
Bless í bili
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.4.2007 | 17:12
Mergjaður Mánuður!
Jæja. Kemst ég loksins í tölvu. Pabbi snillingur ákvað að skella sér á íslendingabók eða god knows what í tölvunni um daginn. Helduru að kallinn hafi ekki gert eitthvað sniðugt og allt í einu bara allt svart. Skjárinn farinn í frí eða eitthvað. Solleiðis að ég er um það bil að falla í skólanum. Öll gögn í halvítis tölvunni og hún í viðgerð hjá þessum möppudýrum í bænum. Anyways.
Þessi mánuður er búinn að vera svo svakalegur að nánast allt sem komið hefur fyrir mig er ekki birtingarhæft hér. Því miður. So sorry. Minns er nún samt kominn með magnaða vinnu í sumar. Verkstjóri í bæjarvinnunni. Nánar tiltekið: Verkstjóri í slætti. Bíll, aðstoðarverkstjóri og haugur af krökkum til að vinna skítverkin. Gaman gaman!
Verð að fara að hætta þessu. Helvítis kúnnarnir eru örugglega farnir að grenja yfir mjólkurleysi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.3.2007 | 00:07
Ha?
Var að kíkja á bloggið hans Björns Inga. Daði Már var að básúna auglýsingu um hana á síðunni sinni. "Steingrímur J. [hefur] hefnt fyrir það að bjórinn var leyfður hér á landi á sínum tíma." And so on. Það að fullorðinn maður sem er þar að auki mjög sýnilegur meðlimur af þekktu stjórnmálaafli og borgarfulltrúi í stjórn höfuðborgar Íslands, skuli láta svona rugl út úr sér er auðvitað bara hneysa. Ég ætla ekki að kalla þetta "HRÆÐSLUÁRÓÐUR." Ég ætla ekki að kalla þetta "ÓMÁLEFNALEGA ÚTÚRSNÚNINGA." Ég ætla að kalla þetta barnalegt. Barnalegur. Lýsir Björn Inga sem persónu og pólítíkus mjög vel. Ef hann ætlar að fara fram á greiðari aðgang að áfengum drykkjum, tel ég hann vera á heimavelli. Björn Ingi hellir unglinga fulla í kosningapartíi. Man einhver eftir því? Hmmm. Ég persónulega væri verulega til í að geta keypt hvítvínið mitt út í Bónus. En ég var víst ekki að tala um það, ég var að tala um Björn Inga. Nenni eiginlega ekki að eyða fleiri orðum á hann. Hann er svo rosalega lélegur pappír.
Böðvar erkisnillingur var eitthvað að tala um Bandarísk taumhöld í Mið-austurlöndum um daginn. Að þeir væru með puttana í öllu and whatnot. Að Bandarísk olíufyrirtæki kaupi vinnslurétt af Saudi fjölskyldunni, sem eyðir mestöllum peningnum í útlendar lúxusvörur meðan sauðsvartur almúginn lepur dauðann úr skel (varð að fá að nota þessa úturnauðguðu viðlíkingu a.m.k einu sinni ). McDonalds eyðir regnskógunum Brasilíu til þess að fá aukið beitarland fyrir beljurnar sínar. Coca Cola kaupir ferskvatnsból í 3. heimslöndum og tífaldar verð drykkjarvatns í kringum verksmiðjurnar sínar. Kaninn verður að fá Kók með quarter-poundernum. Nike býður út framleiðslu á vörunum sínum og verksmiðjur sem stunda barnaþrælkun fá samningana. Kaninn verður að fá sína Air Jordan's. Shell Oil inc. Grefur upp 16.000 hektara skóg í Kanada til að vinna olíu úr jarðveginum. Sérfræðingar er ekki vissir um að neitt eigi eftir að vaxa þar aftur. A.m.k ekki næstu 100.000 árin. Kaninn verður að fá bensín á Pontiac Grand Prixinn sinn. Æj Æj. Skaut ég mig í fótinn þarna? Málið er, að við verðum að fara að pæla aðeins í heiminum í kringum okkur. Hvað kostar það okkur mikið að tékka á því hvort fötin sem við erum í, séu ekki framleidd af krökkum sem ættu að vera að ljúka leikskóla? Hvað kostar það okkur mikið að tékka á því hvort efnið í steikarpönnunni okkar hafi ekki skilað af sér svo mikið af úrgangsefnum að rúmmetri af jarðvegi í Jamaica sé um alla framtíð óræktanlegur. Veist þú hvar bolurinn þinn er framleiddur?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
18.3.2007 | 18:16
Sunday bloody sunday
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.3.2007 | 20:16
Hver þremillinn!
Þessi dagur er búinn að vera frekar óviðburðaríkur, fyrir utan eitt. Ég fór í þýsku í dag. Það er svosem enginn stórviðburður í sjálfu sér, ég hef nú gert það áður. En þetta er líklega fyrsta sinn sem ég er fyrstur inní stofuna. Og þarsem ég var fyrstur inn í stofuna gat ég virt fólkið vel fyrir mér þegar það labbaði inn og fékk sér sæti. Kemur þá ekki stelpa inn í stofuna sem ég kannaðist eitthvað svo svakalega við. Þá hrökk heilinn í gang. Ég er búinn að ríða þessari! Ég fékk sjokk aldarinnar. Fékk hjartaáfall og roðnaði eins og karfi. Þó ekki endilega í þessari röð. Búinn að vera með stelpukindinni í tíma alla þessa önn og ekki fattað neitt. Eins og mig minnir það var þetta í þokkabót ekkert svo vel heppnaður dráttur. Vonaði satt að segja að ég myndi aldrei sjá hana aftur. Ég skelf eins og hrísla allan tímann og slysast svo til þess að líta í áttina að henni. Helduru að kvikindið sé ekki bara að horfa beint á mig. Ég fæ nánast flog. Augu okkar mætast og veist hvað hún gerir? HÚN GLOTTIR!!! Ég bara dó. Fuðraði barasta upp. Ég hef líklega aldrei verið jafn lítill á ævinni. Ég er auðvitað fyrstur út úr tíma og beint út í bíl. Rekst svo á félaga minn og saman rifjum við upp nafnið á stelpunni. Allt í lagi með það. Fer svo á ANGEL áðan og ætla sko að sjá nafnið hennar svart á hvítu. En bíddu bíddu. Hún er ekki skráð í tíma með mér. Svolleiðs að ég hef bara ruglast á manneskjum. WTF! Á hvaða ofskynjunarlyfjum var ég í dag! Hvað ætli aumingja stelpan haldi? Hún bara brosir til mín og ég fer alveg í kerfi!
Ég held ég ætti að fara að hætta að drekka kaffi eða eitthvað
Bless í bil
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
13.3.2007 | 23:42
Leti
Jæja Þriðjudagur í dag og ég svaf til 11:00. Missti bara af þýsku og sögu. Hef eiginlega ekki þorað að mæta í sögu síðan ég klúðraði þessu hópverkefni. Ætla mér nú samt að mæta á morgun, fyrst að tíminn byrjar kl. 14:30. Svoleiðis að ég mætti í skólann, ferskur, kl. hálf þrjú. Skilaði íslensku verkefninu eða réttara sagt: verkefnunum. Kominn soldið framyfir með skil, en það er allt í lagi. Ég væli bara í kennurunum um lélega fjárhagsstöðu, mikla vinnu o.s.f. Þeir kaupa þetta og segja mér bara að skila þessu á morgun. Sem ég geri alltaf. Út af því að ég mæti bara í tíma þegar ég er viss um að geta skilað þessu. Annars fer ég bara í vinnuna. Sniðugur. Fór annars og kíkti á Hafþór í dag. Snillingurinn splæsti á mig sígarettur (takk Hafþór) út af því að ég er aumingi og hef ekki efni á þeim sjálfur. Verst að hann hefur eiginlega ekki efni á þeim sjálfur. Líklega allt á VISA. Er það ekki Hafþór? Djók.
Lifið heil
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.3.2007 | 21:04
Hmmm.
Jæja. Hva' á maður að segja? Ætlaði að prufa gítarinn sem ég smíðaði fyrir nokkrum árum, á fimmtudag. Hafði keypt Elixir strengi á fimmtudaginn og þeir kosta nú skildinginn, 2500 krónur takk fyrir. Svo set ég strengina í og viti menn! Slitnar strengur! PANGGGGG! Minn nær nú að mixa hann aftur á gítarinn, ekki mikið mál. Svo bíð ég bara til kvölds. Æfing. Ég mæti kokhraustur með gripinn og svoleiðis að taka þvílík hetjusóló ala Steve Vai. En nei. Plögga honum í samband og heyri? Ekkert. Ekki eitt píp. Ekki einu sinni múkk úr helvítinu. Minn verður smá vonsvikinn og ákveður að halda heim á leið til þess að gera við. Núna er tími til þess að minnast á það að ég var búinn að fá mér aðeins í eina tánna. Slæm hugmynd. Ekki fara að gera við eitthvað þegar þú ert í glasi. Opna gítarinn. Allt í lagi með það. Næ í óm-mæli. Allt í lagi. Missi gítarinn í steinsteypt gólfið og ríf alla víra úr sambandi. EKKI Í LAGI!!! Víraflækjann inn í einum rafmagnsgítar kemur flestum á óvart. Tala nú ekki um í heimasmíðuðum grip. Svoleiðis að núna þarf ég að leita að teikningum á netinu. Löngu búinn að týna teikningunum sem fylgdu með pikköppunum. Svo var ég nú líka búinn að breyta layoutinu töluvert. HELVÍTIS DJÖFULL!
Skellti mér svo í bæinn á föstudag til að hitta vini. Fékk far hjá honum Hafþóri fyllibyttu. Þar var nú hængur á því ég hafði verið að vinna allan daginn og var til 23. Þá var bara brunað í bæinn án fataskipta eða sturtu. Svoleiðis að ég var töluvert shabbý. En ég fór nú bara til nokkurra vina með Pálma og hitti þar fyrir Ingvar sem var ofsalega duglegur edrú. Við ætluðum að fara heim svona kl. 3 en út af því að Pálmi var með í för dróst heimferðin töluvert. En það er í fínu lagi að snúast aðeins í kringum hann Pálma. Til þess er maður nú. Vinna á Sunnudaginn svo ég var töluvert rólegur á Laugardagskvöld.
Lifið Heil
Bloggar | Breytt 13.3.2007 kl. 00:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.3.2007 | 22:36
Kominn með blogg
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)