Hmmm.

Jæja. Hva' á maður að segja? Ætlaði að prufa gítarinn sem ég smíðaði fyrir nokkrum árum, á fimmtudag. Hafði keypt Elixir strengi á fimmtudaginn og þeir kosta nú skildinginn, 2500 krónur takk fyrir. Svo set ég strengina í og viti menn! Slitnar strengur! PANGGGGG! Minn nær nú að mixa hann aftur á gítarinn, ekki mikið mál. Svo bíð ég bara til kvölds. Æfing. Ég mæti kokhraustur með gripinn og svoleiðis að taka þvílík hetjusóló ala Steve Vai. En nei. Plögga honum í samband og heyri? Ekkert. Ekki eitt píp. Ekki einu sinni múkk úr helvítinu. Minn verður smá vonsvikinn og ákveður að halda heim á leið til þess að gera við. Núna er tími til þess að minnast á það að ég var búinn að fá mér aðeins í eina tánna. Slæm hugmynd. Ekki fara að gera við eitthvað þegar þú ert í glasi. Opna gítarinn. Allt í lagi með það. Næ í óm-mæli. Allt í lagi. Missi gítarinn í steinsteypt gólfið og ríf alla víra úr sambandi. EKKI Í LAGI!!! Víraflækjann inn í einum rafmagnsgítar kemur flestum á óvart. Tala nú ekki um í heimasmíðuðum grip. Svoleiðis að núna þarf ég að leita að teikningum á netinu. Löngu búinn að týna teikningunum sem fylgdu með pikköppunum. Svo var ég nú líka búinn að breyta layoutinu töluvert. HELVÍTIS DJÖFULL!

Skellti mér svo í bæinn á föstudag til að hitta vini. Fékk far hjá honum Hafþóri fyllibyttu. Þar var nú hængur á því ég hafði verið að vinna allan daginn og var til 23. Þá var bara brunað í bæinn án fataskipta eða sturtu. Svoleiðis að ég var töluvert shabbý. En ég fór nú bara til nokkurra vina með Pálma og hitti þar fyrir Ingvar sem var ofsalega duglegur edrú. Við ætluðum að fara heim svona kl. 3 en út af því að Pálmi var með í för dróst heimferðin töluvert. En það er í fínu lagi að snúast aðeins í kringum hann Pálma. Til þess er maður nú. Vinna á Sunnudaginn svo ég var töluvert rólegur á Laugardagskvöld.

Lifið Heil


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Böðvar Einarsson

Usss..Ef ég þekki þig rétt þá hefur verið nettur pirringur í kallinum yfir þessum hrakförum

Böðvar Einarsson, 13.3.2007 kl. 20:18

2 Smámynd: Gísli Einar Ragnarsson

Já, það er nú eitthvað til í þessu hjá þér. ;-)

Gísli Einar Ragnarsson, 13.3.2007 kl. 23:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband