14.3.2007 | 20:16
Hver þremillinn!
Þessi dagur er búinn að vera frekar óviðburðaríkur, fyrir utan eitt. Ég fór í þýsku í dag. Það er svosem enginn stórviðburður í sjálfu sér, ég hef nú gert það áður. En þetta er líklega fyrsta sinn sem ég er fyrstur inní stofuna. Og þarsem ég var fyrstur inn í stofuna gat ég virt fólkið vel fyrir mér þegar það labbaði inn og fékk sér sæti. Kemur þá ekki stelpa inn í stofuna sem ég kannaðist eitthvað svo svakalega við. Þá hrökk heilinn í gang. Ég er búinn að ríða þessari! Ég fékk sjokk aldarinnar. Fékk hjartaáfall og roðnaði eins og karfi. Þó ekki endilega í þessari röð. Búinn að vera með stelpukindinni í tíma alla þessa önn og ekki fattað neitt. Eins og mig minnir það var þetta í þokkabót ekkert svo vel heppnaður dráttur. Vonaði satt að segja að ég myndi aldrei sjá hana aftur. Ég skelf eins og hrísla allan tímann og slysast svo til þess að líta í áttina að henni. Helduru að kvikindið sé ekki bara að horfa beint á mig. Ég fæ nánast flog. Augu okkar mætast og veist hvað hún gerir? HÚN GLOTTIR!!! Ég bara dó. Fuðraði barasta upp. Ég hef líklega aldrei verið jafn lítill á ævinni. Ég er auðvitað fyrstur út úr tíma og beint út í bíl. Rekst svo á félaga minn og saman rifjum við upp nafnið á stelpunni. Allt í lagi með það. Fer svo á ANGEL áðan og ætla sko að sjá nafnið hennar svart á hvítu. En bíddu bíddu. Hún er ekki skráð í tíma með mér. Svolleiðs að ég hef bara ruglast á manneskjum. WTF! Á hvaða ofskynjunarlyfjum var ég í dag! Hvað ætli aumingja stelpan haldi? Hún bara brosir til mín og ég fer alveg í kerfi!
Ég held ég ætti að fara að hætta að drekka kaffi eða eitthvað
Bless í bil
Athugasemdir
Þarftu þá ekki bara að bæta úr þessum misskilningi með því að sofa hjá henni? Virðist vera heit fyrir kallinum
Daði Már Sigurðsson, 14.3.2007 kl. 21:41
hahaha snilldin ein sko!! aðeins verra maður!
betra að þekkja fólkið sem að maður sefur hjá hahaha...
Hrund (IP-tala skráð) 14.3.2007 kl. 23:23
Þetta er koffínið. Það er alveg á hreinu. Ætti að þekkja þessi einkenni þar sem ég drekk svona 12 bolla á dag í skúlen
Böðvar Einarsson, 15.3.2007 kl. 21:11
Ég set bara upp skoðanakönnun hvort ég eigi að setjast hjá henni í næsta tíma.
Gísli Einar Ragnarsson, 15.3.2007 kl. 23:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.